Fréttir 2018-03-21T11:05:39+00:00

Samhljómur – The Boys are Singing 3.-5. júní

Dagana 3.-5. júní næstkomandi fer alþjóðlega drengjakórahátíðin The Boys are Singing fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Hér er á ferð einstakur viðburður í íslensku tónlistarlífi. Kórarnir leiða saman hesta sína á [...]

Carmina Burana

Drengjakór Reykjavíkur tekur þátt í flutningi Carmina Burana með SÍ 1. júní næstkomandi. Stjórnandi kórsins, Þorsteinn Freyr Sigurðsson er auk þess einn einsöngvara svo spenningurinn er mikil hjá okkar mönnum. Ekki missa af þessari veislu! Hlekk á miðasölu má finna hér að neðan: https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/carmina-burana?fbclid=IwAR0Jc81UxvgrAH-F3DdGFyJ3cZcn27L2kaqd_WOC_7KkMJbnipMGmaXOliE

Gleðilegt ár!

Drengjakór Reykjavíkur óskar velunnurum sínum og öllum tónlistarunnenendum gleðilegs árs með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Kórinn undirbýr nú stóra viðburði í lok starfsársins en þeir eru: Carmina Burana með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1. júní Heimsókn Sofia Boys Choir í byrjun júní, þar sem kórarnir æfa saman [...]

Þú veist, svona jóla….

Þyrstir þig í upplifun sem slær á hjartans hörpustrengi? Viðburð sem vekur sannan jólaanda? Þú veist… svona jóla? Karlakórinn Esja, Kvennakórinn Katla, Drengjakór Reykjavíkur og Olga Vocal Ensemble leiða saman hesta sína í fjórða sinn á stórtónleikum í Langholtskirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 18:00 og 20:30. Á efnisskránni eru fjölmargar [...]

The Boys are Singing – Fjölþjóðleg kórahátíð í Búlgaríu

Drengjakór Reykjavíkur tekur þátt í tónlistarhátíðinni The Boys are Singing dagana 14-16. október. Hátíðin, sem fram fer í Búlgaríu, stefnir saman fimm drengja- og ungmennakórum frá Búlgaríu, Mexíkó, Tékklandi og Íslandi. Opnunarhátíð The Boys are Singing fór fram í kvöld þar sem allir kórarnir komu fram, einir og í sameiginlegum [...]

Nýtt kynningarmyndband frá DKR

Kynningarmyndband DKR Í dag var nýtt kynningarmyndband Drengjakórs Reykjavíkur frumsýnt á facebook síðu kórsins. Í myndbandinu sjást svipmyndir úr kórstarfinu og strákarnir segja okkur allt um starfið! Sérstakar þakkir fá Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Francisco Javier Jáuregui og Kjartan Kjartansson fyrir myndvinnslu og hljóð. Sjón er sögu ríkari!