Fréttir 2018-03-21T11:05:39+00:00

The Boys are Singing – Fjölþjóðleg kórahátíð í Búlgaríu

Drengjakór Reykjavíkur tekur þátt í tónlistarhátíðinni The Boys are Singing dagana 14-16. október. Hátíðin, sem fram fer í Búlgaríu, stefnir saman fimm drengja- og ungmennakórum frá Búlgaríu, Mexíkó, Tékklandi og Íslandi. Opnunarhátíð The Boys are Singing fór fram í kvöld þar sem allir kórarnir komu fram, einir og í sameiginlegum [...]

Nýtt kynningarmyndband frá DKR

Kynningarmyndband DKR Í dag var nýtt kynningarmyndband Drengjakórs Reykjavíkur frumsýnt á facebook síðu kórsins. Í myndbandinu sjást svipmyndir úr kórstarfinu og strákarnir segja okkur allt um starfið! Sérstakar þakkir fá Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Francisco Javier Jáuregui og Kjartan Kjartansson fyrir myndvinnslu og hljóð. Sjón er sögu ríkari!

Samstarf við Sofia Boys Choir í Búlgaríu

Á árinu 2022 hefst verkefni sem Drengjakór Reykjavíkur tekur þátt í ásamt Sofia Boys Choir í Búlgaríu (Хор на софийските момчета á búlgörsku). Kórinn í Sofia er aðalskipuleggjandi verkefnisins, sem gengur undir heitinu „The Boys are Singing“. Það verður fólgið í heimsókn Drengjakórs Reykjavíkur til Búlgaríu á árinu 2022, heimsókn [...]

Afmælistónleikar Drengjakórs Reykjavíkur

Drengjakór Reykjavíkur fagnaði 30 ára starfsafmæli árið 2020. Vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana var ekki hægt að halda upp á þann stórviðburð á afmælisárinu en þann 4. júní næstkomandi kl 14 blæs Drengjakórinn til sannkallaðrar veislu í Neskirkju þar sem haldið verður upp á afmælið með stórtónleikum. Fram koma: Drengjakór Reykjavíkur [...]

DKR – Spennandi starfsár í vændum

Drengjakór Reykjavíkur sat ekki auðum höndum á síðasta starfsári þrátt fyrir heimsfaraldur heldur var æft þegar reglugerðir leyfðu og heimavinna í boði kórstjórans unnin þess á milli. Þegar rofaði til var hægt að taka þátt í spennandi verkefnum og má þar nefna kvikmyndatökur fyrir myndina Abbababb, upptökur fyrir tónlist í [...]