Samstarf við Sofia Boys Choir í Búlgaríu
Á árinu 2022 hefst verkefni sem Drengjakór Reykjavíkur tekur þátt í ásamt Sofia Boys Choir í Búlgaríu (Хор на софийските момчета á búlgörsku). Kórinn í Sofia er aðalskipuleggjandi verkefnisins, sem gengur undir heitinu „The Boys are Singing“. Það verður fólgið í heimsókn Drengjakórs Reykjavíkur til Búlgaríu á árinu 2022, heimsókn [...]
Afmælistónleikar Drengjakórs Reykjavíkur
Drengjakór Reykjavíkur fagnaði 30 ára starfsafmæli árið 2020. Vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana var ekki hægt að halda upp á þann stórviðburð á afmælisárinu en þann 4. júní næstkomandi kl 14 blæs Drengjakórinn til sannkallaðrar veislu í Neskirkju þar sem haldið verður upp á afmælið með stórtónleikum. Fram koma: Drengjakór Reykjavíkur [...]
DKR – Spennandi starfsár í vændum
Drengjakór Reykjavíkur sat ekki auðum höndum á síðasta starfsári þrátt fyrir heimsfaraldur heldur var æft þegar reglugerðir leyfðu og heimavinna í boði kórstjórans unnin þess á milli. Þegar rofaði til var hægt að taka þátt í spennandi verkefnum og má þar nefna kvikmyndatökur fyrir myndina Abbababb, upptökur fyrir tónlist í [...]
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tekur við stjórn Drengjakórs Reykajvíkur
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tekur við stjórn Drengjakórs Reykajvíkur Nýr stjórnandi, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tekur við stjórn kórsins í haust. Þorsteinn lauk mastersgráðu í óperusöng árið 2013 við Hanns Eisler í Berlin. Hann starfaði við óperuhúsið í Ulm á árunum 2014 – 2017. Haustið 2017 söng hann hlutverk Spoletta í uppfærslu [...]
Þú veist… svona jóla
Þann 18. desesmber tók kórinn þátt í frábærum jólatónleikum í Langholtskirkju þar sem þrír kórar og söngsveit leiddu saman hesta sína; Drengjakórinn, Karlakórinn Esja, Kvennakórinn Katla, og Olga Vocal Ensemble. Tónleikarnir báru yfirskriftina ,,Þú veist... svona jóla" og var markmiðið að koma tónleikagestum í jólaskap og við erum nokkuð viss um [...]