Drengjakór Reykjavíkur syngur í Vestmannaeyjum á sjálfan sjómannadaginn 2. júní. Kórnum er heiður í að koma fram í sjómannadagsmessunni klukkan 13 á sunnudag og mun í kjölfarið flytja fjölbreytta efnisskrá í kirkjunni. Kórinn mun einnig taka lagið í kaffi Eykindilskvenna í Akóges.

Þessi söngferð til Eyja markar lok starfsins í vor. Margt spennandi er á döfinni í haust og eru breytingar í farvatninu, fylgist með!

2024-05-28T17:05:57+00:00 maí 28th, 2024|