Loading...
Forsíða 2024-06-06T11:34:57+00:00

Velkomin

Drengjakór Reykjavíkur tekur vel á móti söngelskum nýliðum! Skráning fer fram á drengjakordkr@gmail.com.

Drengjakór Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 1990 og er eini starfandi drengjakór landsins. Í kórnum eru drengir á aldrinum 8-17 ára sem syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný. Kórinn kemur reglulega fram við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Stjórnandi er Þorsteinn Freyr Sigurðsson en hann hefur stjórnað kórnum síðan í september 2019. Æft er á mánudögum í Háteigskirkju kl. 16:45-18:15. Finnið kórinn á facebook: https://www.facebook.com/drengjakor/

Nánar um kórinn

Nýjir tímar!

Drengjakór Reykjavíkur þakkar fyrir frábærar móttökur í Vestmannaeyjum! Kórinn er nú kominn í verðskuldað sumarfrí. Í ágúst flytur Drengjakór Reykjavíkur í Háteigskirkju úr Neskirkju þar sem hann hefur haft aðsetur í tæpan áratug. Við þökkum forsvarsfólki Neskirkju gott og [...]

Drengjakór Reykjavíkur í Vestmannaeyjum

Drengjakór Reykjavíkur syngur í Vestmannaeyjum á sjálfan sjómannadaginn 2. júní. Kórnum er heiður í að koma fram í sjómannadagsmessunni klukkan 13 á sunnudag og mun í kjölfarið flytja fjölbreytta efnisskrá í kirkjunni. Kórinn mun einnig taka lagið í kaffi [...]

Allar fréttir

Hafðu samband

Verið velkomin að vafra um síðuna! Nánari upplýsingar veitir kórstjórinn, Þorsteinn Freyr Sigurðsson: drengjakordkr@gmail.com

Sækja um aðild