Velkomin
Skráning Drengjakór Reykjavíkur er hafin, við hlökkum til að taka á móti söngelskum nýliðum. Skráning fer fram hér
Drengjakór Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 1990 og hefur nú aðsetur í Neskirkju. Í kórnum eru drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný. Nýr stjórnandi Þorsteinn Freyr Sigurðsson tekur við stjórn kórsins í haust og hefur störf í september 2019. Æft er á mánudögum kl. 16:45-18:15.
Hafðu samband
Nánari upplýsingar veitir kórstjórinn, Þorsteinn Freyr Sigurðsson: drengjakor.reykjavikur@gmail.com
Á jólatónleikunum í síðustu vikunni sungu Karlakórinn Esja og Drengjakór Reykjavíkur tvö lög sameiginlega. Við Esjumenn höfum margsinnis flutt lagið Ó helga nótt í gegnum árin. En aldrei eins magnaðan flutning á þennan með Drengjakórnum. Við erum ungir menn á uppleið, en þeir eru einfaldlega alveg með þetta. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og hlökkum til að syngja meira fyrir ykkur á komandi ári.
Posted by Karlakórinn Esja on Mánudagur, 24. desember 2018