Loading...
Forsida 2018-08-09T21:34:26+00:00

Velkomin

Skráning í Drengjakór Reykjavíkur er hafin!
Hlökkum til að taka á móti söngelskum, taktelskum og tónelskum nýliðum.
Hægt er að skrá sig hér.

Drengjakór Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 1990 og hefur nú aðsetur í Neskirkju. Í kórnum eru drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar. Sungin er tónlist af ýmsum toga, bæði trúarleg og veraldleg, gömul og ný. Æfingar fara fram einu sinni í viku á mánudögum kl. 17:00 – 18:30. Nýr stjórnandi Helgi Rafn Ingvarsson tekur við stjórn kórsins haustið 2018.

Nánar um kórinn

Kórstjóri kvaddur

Í vor kvöddum við kórstjóra Drengjakórsins til þriggja ára, Steingrím Þórahallsson. En frábæru söngári 2017-2018 hjá kórnum lauk í lok maí með Blómamessu og afhendingu viðurkenningarskjala þar sem við um leið kvöddum kórstjórann okkar. Kórinn hefur vaxið, bæði í stærð [...]

Drengjakór Reykjavíkur í Kórum Íslands

Drengjakór Reykjavíkur var með frábært skemmtiatriði og vakti flutningur drengjanna mikla athygli (Vísir: 30. október 2017) Hér má hlusta á þessa ungu drengi:    

Allar fréttir

Hafðu samband

Nánari upplýsingar veitir kórstjórinn, Helgi Rafn Ingvarsson: drengjakor.reykjavikur@gmail.com

Sækja um aðild