Loading...
Forsíða 2022-10-14T19:28:56+00:00

Velkomin

Skráning í Drengjakór Reykjavíkur er hafin, við hlökkum til að taka á móti söngelskum nýliðum. Skráning fer fram á drengjakordkr@gmail.com.

Drengjakór Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 1990 og hefur nú aðsetur í Neskirkju. Í kórnum eru drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný. Kórinn kemur reglulega fram við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Stjórnandi er Þorsteinn Freyr Sigurðsson sem hefur stjórnað kórnum síðan í september 2019. Æft er á mánudögum kl. 16:45-18:15.

Nánar um kórinn

Gleðilegt ár!

Drengjakór Reykjavíkur óskar velunnurum sínum og öllum tónlistarunnenendum gleðilegs árs með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Kórinn undirbýr nú stóra viðburði í lok starfsársins en þeir eru: Carmina Burana með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1. júní Heimsókn [...]

Þú veist, svona jóla….

Þyrstir þig í upplifun sem slær á hjartans hörpustrengi? Viðburð sem vekur sannan jólaanda? Þú veist… svona jóla? Karlakórinn Esja, Kvennakórinn Katla, Drengjakór Reykjavíkur og Olga Vocal Ensemble leiða saman hesta sína í fjórða sinn á stórtónleikum í Langholtskirkju [...]

Allar fréttir

Hafðu samband

Nánari upplýsingar veitir kórstjórinn, Þorsteinn Freyr Sigurðsson: drengjakordkr@gmail.com

Sækja um aðild