Sækja um aðild 2024-05-28T17:41:19+00:00

Viltu taka þátt?

Er Drengjakórinn eitthvað fyrir þig? Viltu prófa að koma á æfingu eða syngja fyrir Þorstein kórstjóra?

Drengjakór Reykjavíkur tekur vel á móti nýjum meðlimum!

Hafðu samband í tölvupósti: drengjakordkr@gmail.com

Einnig er hægt að ná í okkur í gegnum fésbókarsíðu kórsinshttps://www.facebook.com/drengjakor/

Drengjakór Reykjavíkur æfir í Háteigskirkju frá hausti 2024. Æft er á mánudögum frá kl. 16:45 – 18:15. Í kórnum eru núna 16 drengir á aldrinum 8 til 17 ára sem koma víðsvegar að af öllu höfuborgarsvæðinu. Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenórsöngvari er stjórnandi kórsins og fylgir áhugasömum umsækjendum gegnum umsóknarferlið.

Undirbúningsdeild fyrir drengi í 1.-2. bekk grunnskóla mun fara fram í Setrinu í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 16:15-17, einnig á mánudögum. Anna Hugadóttir tónlistarkennari og víóluleikari leiðir starfið en hún kennir m.a. forskóla við Tónskóla Sigursveins.