Drengjakór Reykjavíkur þakkar fyrir frábærar móttökur í Vestmannaeyjum!

Kórinn er nú kominn í verðskuldað sumarfrí.

Í ágúst flytur Drengjakór Reykjavíkur í Háteigskirkju úr Neskirkju þar sem hann hefur haft aðsetur í tæpan áratug. Við þökkum forsvarsfólki Neskirkju gott og gjöfult samstarf!

Í Háteigskirkju verða æfingar á sama tíma og verið hefur, á mánudögum milli 16:45 og 18:15.

Undirbúningsdeild ætluð drengjum í 1. og 2. bekk grunnskóla hefur göngu sína í september og fara æfingar fram í Setrinu í safnaðarheimili Háteigskirkju milli 16:15 og 17 á mánudögum. Anna Hugadóttir víóluleikari og tónlistarkennari mun hafa umsjón með undirbúningsdeildinni.

Spennandi tímar í vændum hjá Drengjakór Reykjavíkur, fylgist með!

2024-06-06T11:27:57+00:00 júní 6th, 2024|