Nýtt starfsár er hafið hjá Drengjakór Reykjavíkur. Nýjir meðlimir hafa bæst við og skemmtileg og spennandi verkefni framundan.
Þann 19. október kl 20 verða fyrstu tónleikar starfsársins í Langholtskirkju. Á tónleikunum syngur Drengjakór Reykjavíkur með Pirkanpojat Boys Choir frá Finnlandi og Graduale kór Langholtskirkju. Á efnisskrá er fjölbreytt úrval finnskrar og íslenskrar tónlistar sem kórarnir flytja bæði saman og hver fyrir sig.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!!