Nýjir tímar!
Drengjakór Reykjavíkur þakkar fyrir frábærar móttökur í Vestmannaeyjum! Kórinn er nú kominn í verðskuldað sumarfrí. Í ágúst flytur Drengjakór Reykjavíkur í Háteigskirkju úr Neskirkju þar sem hann hefur haft aðsetur í tæpan áratug. Við þökkum forsvarsfólki Neskirkju gott og gjöfult samstarf! Í Háteigskirkju verða æfingar á sama tíma og verið [...]
Drengjakór Reykjavíkur í Vestmannaeyjum
Drengjakór Reykjavíkur syngur í Vestmannaeyjum á sjálfan sjómannadaginn 2. júní. Kórnum er heiður í að koma fram í sjómannadagsmessunni klukkan 13 á sunnudag og mun í kjölfarið flytja fjölbreytta efnisskrá í kirkjunni. Kórinn mun einnig taka lagið í kaffi Eykindilskvenna í Akóges. Þessi söngferð til Eyja markar lok starfsins í [...]
Drengjakór Reykjavíkur í Hörpuhorni
Drengjakór Reykjavíkur kemur fram í Hörpuhorni næstkomandi sunnudag, 26.5 klukkan 13. Á tónleikunum flytur drengjakórinn fjölbreytta dagskrá til undirbúnings tónleikum í Vestmannaeyjum á sjálfan Sjómannadaginn 2. júní. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!
Nýtt starfsár hafið hjá Drengjakór Reykjavíkur
Nýtt starfsár er hafið hjá Drengjakór Reykjavíkur. Nýjir meðlimir hafa bæst við og skemmtileg og spennandi verkefni framundan. Þann 19. október kl 20 verða fyrstu tónleikar starfsársins í Langholtskirkju. Á tónleikunum syngur Drengjakór Reykjavíkur með Pirkanpojat Boys Choir frá Finnlandi og Graduale kór Langholtskirkju. Á efnisskrá er fjölbreytt úrval finnskrar [...]
Samhljómur – The Boys are Singing 3.-5. júní
Dagana 3.-5. júní næstkomandi fer alþjóðlega drengjakórahátíðin The Boys are Singing fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Hér er á ferð einstakur viðburður í íslensku tónlistarlífi. Kórarnir leiða saman hesta sína á [...]
Carmina Burana
Drengjakór Reykjavíkur tekur þátt í flutningi Carmina Burana með SÍ 1. júní næstkomandi. Stjórnandi kórsins, Þorsteinn Freyr Sigurðsson er auk þess einn einsöngvara svo spenningurinn er mikil hjá okkar mönnum. Ekki missa af þessari veislu! Hlekk á miðasölu má finna hér að neðan: https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/carmina-burana?fbclid=IwAR0Jc81UxvgrAH-F3DdGFyJ3cZcn27L2kaqd_WOC_7KkMJbnipMGmaXOliE