Þyrstir þig í upplifun sem slær á hjartans hörpustrengi? Viðburð sem vekur sannan jólaanda? Þú veist… svona jóla?
Karlakórinn Esja, Kvennakórinn Katla, Drengjakór Reykjavíkur og Olga Vocal Ensemble leiða saman hesta sína í fjórða sinn á stórtónleikum í Langholtskirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 18:00 og 20:30. Á efnisskránni eru fjölmargar og fjölbreyttar jólaperlur sem lyfta andanum, létta lund og koma áheyrendum í sannkallað hátíðarskap. Hægt verður að kaupa ilmandi möndlur og veislukerti fyrir utan tónleikastaðinn og lengja þannig í stemmningunni – sem hefur verið ólýsanleg síðustu ár! Komið og njótið með okkur!
Miðasala á tix.is.