Drengjakór Reykjavíkur tekur þátt í tónlistarhátíðinni The Boys are Singing dagana 14-16. október. Hátíðin, sem fram fer í Búlgaríu, stefnir saman fimm drengja- og ungmennakórum frá Búlgaríu, Mexíkó, Tékklandi og Íslandi.

Opnunarhátíð The Boys are Singing fór fram í kvöld þar sem allir kórarnir komu fram, einir og í sameiginlegum lögum. Strax á eftir fylgdu fyrstu tónleikar hátíðarinnar þar sem Drengjakór Reykjavíkur kom fram í félagi við eldri deild Sofia Boys Choir. Tónleikana má sjá hér:

Fylgist með á fb síðu hátíðarinnar þar sem streymt verður frá viðburðum á morgun laugardag og á sunnudag!

 

2022-10-14T19:23:08+00:00 október 14th, 2022|