Í dag var nýtt kynningarmyndband Drengjakórs Reykjavíkur frumsýnt á facebook síðu kórsins. Í myndbandinu sjást svipmyndir úr kórstarfinu og strákarnir segja okkur allt um starfið! Sérstakar þakkir fá Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Francisco Javier Jáuregui og Kjartan Kjartansson fyrir myndvinnslu og hljóð. Sjón er sögu ríkari!