Drengjakór Reykjavíkur fagnaði 30 ára starfsafmæli árið 2020. Vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana var ekki hægt að halda upp á þann stórviðburð á afmælisárinu en þann 4. júní næstkomandi kl 14 blæs Drengjakórinn til sannkallaðrar veislu í Neskirkju þar sem haldið verður upp á afmælið með stórtónleikum.

Fram koma:

Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar

Nýstofnaður kór fyrrverandi meðlima DKR
Einsöngvarar úr hópi fyrrverandi meðlima DKR:

Jökull Sindri Gunnarsson Breiðfjörð

Óskar Tinni Traustason

Ellert Blær Guðjónsson

Tónlistarfólk úr hópi foreldra:

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Francisco Javier Jauregui Narvaez

Anna Hugadóttir

Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og kórstjóri syngur einsöng
Sönghópurinn Rekkvartettinn flytur 2 lög.
Meðleikari á tónleikunum er Laufey Sigrún Haraldsdóttir.
Drengjakór Reykjavíkur hitar upp fyrir afmælistónleikana með tónleikum í Hörpuhorni sunnudaginn 15. maí kl 14. Fylgist með á facebook: https://www.facebook.com/drengjakor
2022-04-27T12:27:31+00:00 apríl 27th, 2022|