Þorsteinn Freyr Sigurðsson tekur við stjórn Drengjakórs Reykajvíkur
Nýr stjórnandi, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tekur við stjórn kórsins í haust. Þorsteinn lauk mastersgráðu í óperusöng árið 2013 við Hanns Eisler í Berlin. Hann starfaði við óperuhúsið í Ulm á árunum 2014 – 2017. Haustið 2017 söng hann hlutverk Spoletta í uppfærslu Tosca íslensku óperunni, þar sem 16 drengir úr Drengjakórnum tóku einni þátt. Árið 2018 tók hann við stjórn Barnakór Seltjarnarness og Domus drengja í Domus Vox, þar sem hann kennir einnig söng. Auk þess kennir hann söng við Söngskóla Sigurðar Demetz. Þorsteinn hefur lokið við áfangana Kennslufræði tónlistar I og II við Listaháskóla Íslands.
Framundan er spennandi starfsár hjá DKR með nýjum stjórnanda. Jólatónleikarnir í samstarfi við karlakórinn Esju, OLGU Vocal Ensemble og kvennakórnn Kötlu verða á sínum stað. Bach og börnin sem flutt verður á Barnamenningarhátíð og auðvitað sitthvað fleira.
Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Þorstein velkomin í hópinn!