Þann 18. desesmber tók kórinn þátt í frábærum jólatónleikum í Langholtskirkju þar sem þrír kórar og söngsveit leiddu saman hesta sína; Drengjakórinn, Karlakórinn Esja, Kvennakórinn Katla, og Olga Vocal Ensemble. Tónleikarnir báru yfirskriftina ,,Þú veist… svona jóla“ og var markmiðið að koma tónleikagestum í jólaskap og við erum nokkuð viss um að það hafi tekist. Hér fylgir smá sýnishorn, lokalagið ,,Þú komst með jólin til mín“ í útsetningu kórstjórans okkar Helga Rafns Ingvarssonar, njótið:
Í vikunni fóru fram svona líka fínir jólatónleikar, þar sem við Esjumenn komum fram ásamt Kvennakórinn Katla, Drengjakór Reykjavíkur og OLGA Vocal Ensemble. Tónleikarnir voru teknir upp og þökk sé kraftaverki á jólum, þá náum við nú að deila broti með ykkur. Síðasta lagið á efnisskránni var Þú komst með jólin til mín. Stjórnandi er Helgi Rafn Ingvarsson, sem jafnframt útsetti lagið fyrir kórana. Karlakór, kvennakór, barnakór, erlendir listamenn og þetta lag. Ef þetta kemur þér ekki í jólaskap, þá mun líklega ekkert gera það.
Posted by Karlakórinn Esja on Föstudagur, 21. desember 2018