Í vor kvöddum við kórstjóra Drengjakórsins til þriggja ára, Steingrím Þórahallsson. En frábæru söngári 2017-2018 hjá kórnum lauk í lok maí með Blómamessu og afhendingu viðurkenningarskjala þar sem við um leið kvöddum kórstjórann okkar. Kórinn hefur vaxið, bæði í stærð og færni undir stjórn Steingríms, og tekið þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.

Steingrímur tók við fimm drengja kór haustið 2015 og í dag telur kórinn 20 flotta drengi á aldrinum 8-15 ára. Meðal verkefna síðasta starfsárs er þátttaka í uppfærslu Íslensku óperunnar á Tosca, atriði í Kórum Íslands og þátttaka í Huldu – kórverk og fiðlukonzert – útskriftarverkefni Steingríms í meistaranámi við Listaháskóla Ísland. Við þökkum Steingrími kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í spennandi verkefnum framtíðarinnar!

2018-08-06T23:48:00+00:00 ágúst 6th, 2018|