Það eru 16 drengir úr Drengjakór Reykjavíkur sem taka þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á Tosca og hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með þeim á æfingum enda eru þeir mjög áhugasamir og afar prúðir.

Stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur er Steingrímur Þórhallsson og hefur hann undirbúið hópinn vel fyrir óperusýninguna. Þetta er í fyrsta skipti sem Drengjakórinn hefur tekið þátt í uppfærslu hjá Íslensku óperunni og er svo sannarlega mikið fagnaðaraefni að fá þennan hóp á sviðið í Eldborg í október og nóvember segir í frétt á vef Íslensku Óperunnar.

2018-02-11T19:52:06+00:00 janúar 2nd, 2018|